þriðjudagur, 12. júlí 2005

Gotukortid er besti vinurinn i Feneyjum. Fyrirfram gerdi eg rad fyrir ad naudsynlegur hluti af Feneyjaferd vaeri ad villast en eg let mer duga ad verda stundum attavilt. Eiginlega finnst mer eg hafa svindlad med thvi ad villast ekki svakalega - en svona er ad vera kortafrik. Stundum dro eg upp kortid a a.m.k. minutu fresti.

Feneyjar eru oraunverulegar. Baedi oraunverulega fallegar - nu er eg buin ad sja med eigin augum ad thad er engin lygi - en lika oraunverulegar eins og thaer seu varla alvoru borg. A koflum eru thaer eins og risastor skemmtigardur fyrir turista, annars stadar eins og borg sem hefur verid yfirgefin fyrir morgum aratugum. Og ad hluta til er hun sambland af thessu tvennu. Ibuunum faekkar stodugt, turistunum fjolgar. En their halda sig flestir a somu gotunum. Otrulega vida i borginni er madur verid aleinn a ferli og tha virdist thvottur a snurum hangandi utan a husum eda milli husa helst leiktjold sem eiga ad studla ad theirri blekkingu ad madur se ekki einn i heiminum. Thangad til kona birtist ut ur einu husinu og fer ad sopa gangstettina. Nema hun se hluti af leikritinu ...?

En smam saman finnur madur lika venjulegri svaedi. Og stundum er otrulega stutt a milli. Vid Rialto-bruna eru bara turistar og turistabudir sem selja meira og minna sams konar dot. Nokkrum metrum fra er Rialto-matarmarkadurinn - fiskur og graenmeti i breidum - og thar er bara einstaka turisti a stangli en aftur a moti hellingur af Feneyjabuum ad kaupa i matinn.

Og hvad gerdi eg svo i Feneyjum? Eg gekk og gekk, skodadi otal kirkjur, og gekk og gekk og gekk, skodadi hertogahollina, gekk og gekk, skodadi listasafn akademiunnar, gekk og gekk, for upp i klukkuturninn a Markusartorginu, gekk og gekk, for til Murano (eyja, fraeg fyrir glerlist), gekk og gekk ...

Mundi eg ad segja ad eg gekk mikid? Hafi eg gengid mig upp ad hnjam i London um tharsidustu helgi og klarad megnid af laerunum sidustu viku i Bologna (mer finnst gaman ad ganga mikid um borgir til ad kynnast theim), tha for eg langleidina upp ad oxlum i Feneyjum. Eg var ordin frekar threytt, thannig ad a sunnudaginn for eg ad taka straetobatana mjog markvisst - reyndar med theim afleidingum ad eg fekk kroniska sjoridu. Hun entist mer inn i svefninn a sunnudagskvoldid.

Thad var svolitid skrytid ad sigla nidur Canal grande sem madur hefur sed svo oft a myndum. Mer fannst eg naestum vera James Bond og Tatiana Romanova i From Russa with Love - thott thau hafi verid a gondol en eg bara a prosaiskum straetobat, og eg hafi ekki heldur thurft ad varpa neinni filmu i kanalinn. Aftur a moti var eg daudhraedd um ad missa myndavelina mina i sikid - eg var naestum eins og japani, thvi hun var stodugt a lofti a koflum - en sem betur fer tokst mer ad halda nogu fast um hana.

En thetta var god ferd. Nu er eg ad reyna ad akveda hvort eg eigi ad fara til Romar um naestu helgi eda tharnaestu. Sennilega veitti mer ekki af thvi ad hvila mig um naestu helgi og taka thad rolega her i Bologna - en a moti kemur ad tharnaesta laugardag verdur e-r dagsferd a vegum skolans sem mig langar ad fara i, thannig ad naesta helgi myndi henta betur fyrir Romarferd. Uff, eg er i valkreppu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli