miðvikudagur, 11. maí 2005

Fólk veldur mér vonbrigðum og það unnvörpum. Meðaleinkunnin í bókmenntaprófinu var lengi framan af ívið hærri en í prófinu um mig en nú hefur dæmið snúist við. Tölurnar eru svohljóðandi:
Þekkirðu Ernu?: Meðaleinkunn 39,2 (þegar 52 hafa tekið prófið).
Bókmenntagetraunin: Meðaleinkunn 37,8 (þegar 23 hafa tekið prófið).

Ég er miður mín yfir þessari almennu vanþekkingu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli