þriðjudagur, 22. febrúar 2005

Þegar ég bíð eftir strætó í námunda við heimili mitt sé ég vagninn hinum megin við flugvöllinn áður en hann kemur til mín. (Hér teljast ekki með öll skiptin þegar ég er sein og rétt næ vagninum á hlaupum.) En í morgun sá ég ekkert. Þokan var svo massíf að það var engin leið fyrir stóran skærgulan bíl að sjást í gegn. En ég heyrði í honum ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli