miðvikudagur, 26. júní 2002

Búin að setja persónulegt met í fótboltaglápi — horfði á seinni hálfleikinn í gær og allan leikinn núna áðan. Það hefði nú verið dálítið gott ef Tyrkirnir hefðu unnið; þá hefði orðið allavega sæmilegt fjör kringum úrslitaleikinn í Þýskalandi. Jafnvel óeirðir og allt!

Akkuru ætli svona margir af Brasilíumönnunum heiti eitthvað-son? Svala kom með ágætis kenningu áðan: þetta hljóti að vera afkomendur Þingeyinganna sem fluttust til Brasilíu á 19. öld. Frændur vorir, Brasilíumenn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli