mánudagur, 24. júní 2002

Dæmigert — ég var óheyrilega svefnlaus í síðustu viku, en svaf síðan yfirgengilega mikið um helgina. Afleiðingin? Jú, ætlaði aldrei að geta sofnað í gær. Og vaknaði of snemma í morgun! Meira að segja alltof snemma. Sem gerist næstum aldrei. Var alveg að festa svefn aftur þegar vekjaraklukkan hringdi og ég neyddist til að fara á fætur. Vorkenni sjálfri mér óendanlega!

Einu jákvæðu afleiðingarnar af svefnleysinu í nótt voru þær að ég fór í tölvuna og komst að því hvernig maður getur föndrað aðeins meira við þessa síðu. Þannig að nú er hægt að senda mér tölvupóst með því að smella á viðeigandi stað í dálkinum hérna vinstra megin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli