fimmtudagur, 4. júlí 2002

Akkuru fær fólk sér hamstur? Er að passa svoleiðis kvikindi um þessar mundir, sem sýnir helst ekki með sér lífsmark nema þegar einhverju er bætt í matardallinn hans og síðan á nóttunni. Þá er hlaupið og hlaupið og hlaupið í hjólinu. Ætli hann sé að reyna að flýja þessa ömurlegu tilveru sína? Ætli það sé eins komið fyrir honum og fólki sem notar hlaupabretti á líkamsræktarstöðvum. Þessi hópur virðist hafa misskilið hugmyndina um að vera (í vísunni segir reyndar „sitja“ en það passar ekki í þessu samhengi) „kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“?
Kannski er tilgangurinn með því að eiga svona skepnu sá að fá jákvæðari sýn á eigið líf — sem verður svo dásamlegt í samanburðinum að það hálfa væri miklu meira en nóg.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli