sunnudagur, 21. júlí 2002

Er búin að koma dóti hérna inn þannig að það sé hægt að kommentera á hverja færslu. Tókst reyndar að fokka allri síðunni upp í leiðinni en held að ég sé búin að laga hana aftur. Og þetta virðist virka, því ég er strax búin að fá komment frá Svansý og Palla. Gaman, gaman! :) Skil að vísu ekkert í því hvað þau eru að gera á netinu á þessum tíma sólarhringsins! Eiga þau sér ekkert líf?!!!
Tókst líka að láta linkana hætta að vera bláa, nú eru þeir svartir eins og afgangurinn af textanum. Þarf samt helst að föndra eitthvað meira við þetta allt saman. Ætti kannski að fara að panta mér þessa bók — ætli það sé annars eitthvert vit í henni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli