miðvikudagur, 10. júlí 2002

Hugmynd Hilmu um Dalalífspartý er frábær. Það hvort menn kunna að meta þá ágætu bók eða ekki skilur svo sannarlega sauðina frá höfrunum. Styð Hilmu líka innilega í viðleitninni til að eiga sjálfstætt líf! Það sem henni finnst skemmtilegt að gera hljómar auk þess óendanlega mikið meira spennandi í mín eyru en golfið. Við verðum greinilega að fara að hittast. Hvenær verður Dalalífspartýið?!
(P.S. Flíspeysur eru kannski í lagi per se, en eins flíspeysur eru ólýsanlegur horror!)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli