miðvikudagur, 3. júlí 2002

Kata kom í heimsókn um daginn og gaf mér "Mood Mender" te — undir því yfirskini að hún ætti alltof margar tegundir af tei og þyrfti að losna við einhverjar af þeim. Þetta var ákaflega fallegt af henni — en ef ég væri móðgunargjörn gæti ég bara séð tvær mögulegar ástæður fyrir þessum örlætisgjörningi:
1) Teið er vont!
2) Henni finnst ég geðvond!

Er ekki enn búin að smakka teið þannig að ég veit ekki hvort fyrri möguleikinn getur átt við rök að styðjast. Hvað varðar þann síðari ... ja ... hmmm ... sko ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli