föstudagur, 12. júlí 2002

Nei sko! Kári bróðir minn hefur stungið upp kollinum í bloggheimum! Hann sem tók því fálega þegar ég hvatti hann til að byrja að blogga og tilkynnti mér að hann væri „ekki nógu egósentrískur“ til þess. Ég ákvað að loka augunum fyrir því að í þessum orðum gætu falist einhverjar blammeringar í minn garð! Annars er rétt að taka fram að Kári er ekki með eigin bloggsíðu heldur eru þeir nokkrir félagarnir — sýnist þetta vera skátagengi að norðan — komnir með sameiginlega síðu, sem virðist nokkuð dularfull, en það gæti orðið gaman að fylgjast með henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli