miðvikudagur, 24. júlí 2002

Persónuleikapróf dagsins:


Click Here To Find Out Which Symbol You Are

Þetta var nú ágæt niðurstaða. Ef það er skýjað og grátt og ömurlegt úti verður maður líka að reyna að finna sólarglætu annars staðar. Sem minnir mig á það þegar Arna frænka mín var lítil og einu sinni sem oftar mikið að spekúlera í lífinu og tilverunni. Einhverra hluta vegna fór hún að velta guðdómnum fyrir sér og spurði mömmu sína hvað Jesús gerði eiginlega. Svarið sem hún fékk var: „Hann veitir okkur birtu og yl og ...“ Arna var snögg að draga ályktanir af þessu: „Jaaaá, er hann þá ljósapera?!“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli