föstudagur, 5. júlí 2002

Árlegu hreyfingarátaki mínu hefur verið stefnt í verulega hættu. Sem er fullgróft, því það hófst bara í fyrradag!!! Tvo daga í röð hef ég sem sé rölt niður í Laugardalslaug eftir vinnu, synt 1000 metra og gengið svo heim, ótrúlega ánægð með þennan dugnað og hugsað með mér að í þetta skiptið skyldi átakið vara lengur en mánuð. En hvað sá ég þegar ég kom í sund í gær? Tilkynningu um að það yrði sundmót í lauginni um helgina og þess vegna yrði hún lokuð frá kl. 17 í dag. Neyðist ég til að leita mér að annarri sundlaug? Hvað á ég að gera?

Í sundinu í gær hitti ég annars Loga, bernskuvin minn, sem var ofsalega skemmtilegt. Hann flutti til Danmerkur þegar við vorum ... ja, man ekki alveg hvað gömul. Átta ára kannski? Síðan höfum við bara rekist hvort á annað á nokkurra ára fresti, en það er alltaf virkilega gaman að sjá hann og mætti gerast mun oftar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli