mánudagur, 22. júlí 2002

Skildi ekkert í því af hverju teljarinn virtist hafa hætt að virka í fyrrinótt. Síðan uppgötvaði ég að tengillinn við hann var dottinn héðan út af síðunni og þá rann upp fyrir mér ljós: þegar „template-ið“ fór í klessu byrjaði ég að föndra síðuna aftur frá grunni en steingleymdi að setja teljarann inn upp á nýtt. Ekkert úti á þekju, nei, nei!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli