miðvikudagur, 7. ágúst 2002

Afskaplega skil ég Hilmu vel að vera lítið hrifin af Húsavík. Það álit er reyndar ekki óalgengt meðal Þingeyinga enda ýmis tilefni til.

Fyrir allmörgum árum var Brynja frænka mín mikið að velta fyrir sér dauðanum, hversu gamalt fólk þyrfti að vera til að deyja og þar fram eftir götunum. Þetta var að haustlagi þannig að um þessar mundir var verið að flytja lömbin út á Húsavík til slátrunar. Henni fannst sjálfgefið að fleiri ættu eftir að leggja leið sína þangað og bar fram spurninguna: „Amma, hvenær ferð þú á sláturhúsið?“

Þetta var reyndar sérlega fyndið því að sjúkrahúsið á Húsavík, þar sem Þingeyingar enda ósjaldan ævidaga sína, hefur á köflum mátt teljast eins konar sláturhús. Einu sinni þurfti frænka mín að leggjast þar inn og var sett í botnlangaskurð. Það var frumleg lækningaaðferð — síðar kom nefnilega í ljós að hún var með lungnabólgu!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli