fimmtudagur, 22. ágúst 2002

Er að lesa próförk að Ameríkubréfum – það verk hefur orðið útundan heldur lengi, en nú fer að liggja á því. Þar er ýmislegt skemmtilegt, í einu bréfi frá 1937 segir meðal annars: „... séra K.K. Olafson ætlar að halda fyrirlestur hér í kirkjunni um Halldór Kiljan Laxness hérna á föstudaginn kemur og það er þörf að einhver taki í lurginn á þeim strák. Við erum [búin] að lesa allar sögurnar hans og okkur er bara óglatt að hugsa um þær en við erum líklega ekki nógu menntuð til að dæma um þær.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli