föstudagur, 23. ágúst 2002

Get ekki stillt mig um að bæta enn einni tilvitnun í Ameríkubréf við. Nú er komið að nýjum bréfritara, konu sem er meðal annars að segja dánarfregnir og bætir svo við: „Aðrir man ég ekki um að hafi dáið sem þið þekkið, samt er alltaf að deyja hér fólk af öllum þjóðum. Núna í vikunni drap maður konuna sína og sjálfan sig á eftir, það er altítt hér að fólk ferst fljótlega. Lögmaður drap sig í Rauðá í næstliðinni viku, en það er algengt hér og þykir það ekki neinar fréttir.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli