miðvikudagur, 21. ágúst 2002

Þótt veðrið sé áfram grátt er hausinn á mér sem betur fer í aðeins betra sambandi í dag en í gær. Ég var algjört tabula rasa þegar liðið var á daginn, og auk þess orðin verulega pirruð á öllu. Fékk mér að éta á leiðinni heim og greyið sem afgreiddi mig reyndi að slá á létta strengi í mesta sakleysi. Ég mátti hafa mig alla við svo ég hvæsti ekki með afbrigðum illyrmislega á hann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli