föstudagur, 25. október 2002

Alltaf er nú gaman að „heilbrigðisgeiraorðfærinu“ – eða ætti maður kannski að tala um „orðalagseinkenni varðandi málefni heilbriðisgeirans“?! Bjarni er með gott innlegg í þá umræðu, og hann var líka að sýna mér uppeldishandbókina sem hann minntist á. Þar er orðasafn með mörgum athyglisverðum orðum, til dæmis: áfallastreituröskun, eitrunargeðrof, hlutverkahermi, kjörþögli, líkömnunarraskanir, systkinatogstreita og skammvinnt svörunargeðrof! Að ógleymdri mótþróaþrjóskuröskuninni sem Bjarni hefur þegar gert að umtalsefni á blogginu sínu.
Þjált og fallegt mál? Hmm...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli