miðvikudagur, 23. október 2002
Bráðavaktardagur í dag! :) Reyndar verð ég ekki heima til að horfa, því Lára Magnúsard. er með fyrirlestur hjá Félagi íslenskra fræða (í Sögufélagshúsinu kl. 20.30 – allir að mæta!) – en ég er svo forfallin að ég prógrammera vídeóið mitt til að taka Bráðavaktina upp svo ég missi ekki af einum einasta þætti. Ég fékk tölvupóst frá manneskju áðan sem álíka er ástatt fyrir, nema hún sagðist ekki komast að heiman í kvöld vegna þess að hún væri ER-frík! (Ætli hún kunni ekki að prógrammera vídeóið sitt?) Orðið „frík“ í þessu samhengi kveikti ýmsar hugmyndir hjá mér. Hvernig væri að öll Bráðavaktarfríkin sem ég þekki færu að taka sér forföllnustu Trekkarana til fyrirmyndar? Stofnuðu almennilegan aðdáendaklúbb þar sem meðlimir kæmu sér upp viðeigandi búningum og leggðust á kaf í rannsóknir á orðfæri Bráðavaktarinnar? Hmm... Er ég endanlega að tapa mér?!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli