mánudagur, 7. október 2002

Komin aftur suður yfir heiðar eftir góða ferð norður. Hamlet-sýningin hjá Leikfélagi Akureyrar var verulega góð – ekki síst fyrir það hvað þau nýútskrifuðu sem léku Hamlet og Ófelíu voru frábær. Svo náði ég að komast aðeins upp í Mývatnssveit í gærkvöld, að hitta ömmu og hitt frændfólkið „heima“ á Grænavatni, því miður bara rétt í mýflugumynd en það er þó betra en ekkert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli