þriðjudagur, 29. október 2002

Múmínálfaumræðurnar eru æði! Sjá hér og hér og hér og hér og sennilega víðar.
Það er orðið alltof langt síðan ég hef lesið Múmínálfana – því miður á ég ekki bækurnar nema Pípuhatt galdrakarlsins sem ég var svo heppin að fá í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins. Sama vetur tók ég þátt í leiklestri á atriði úr Örlaganóttinni á kraftakvöldi íslenskunema við lítinn fögnuð viðstaddra. Sumir kunna ekki gott að meta!
Skil ekki af hverju þessar bækur hafa ekki allar verið endurútgefnar – ég hef reglulega reynt að hvetja Sigþrúði til þess síðustu tvö árin, þ.e. síðan hún tók við embætti sem „konsúll Múmíndals“ (eins og Bjarni orðaði það svo ágætlega), en hún hefur ekki hlýtt mér ennþá! Vonandi fer að rætast úr þessu. Þrýstihópurinn er augljóslega stór og verður sífellt öflugri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli