þriðjudagur, 5. nóvember 2002

Nei, Þórdís! Vara-yfirbloggari Íslendinga má ekki hætta að blogga! Það er bara bannað! Hver á þá að lífga upp á tilveru okkar hinna með því að hafa forgöngu um Múmínálfablogg og ótalmargt fleira skemmtilegt.
P.S. Ég tók tvær Múmínálfabækur á bókasafninu í gær, Örlaganóttina og Eyjuna hans Múmínpabba. Fleiri voru ekki inni – ætli það sé Múmínvakningin í bloggheimum sem veldur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli