fimmtudagur, 9. janúar 2003

Hér er ég, hér er ég! Eins og lesendur þessarar síðu (ef einhverjir eru eftir) hafa væntanlega orðið varir við hefur mér ekki bara orðið bloggfall margfalt lengur en góðu hófi gegnir heldur hef ég beinlínis lagst í svívirðilegt bloggdá. Ástæðan er ekki sú að ég hafi hvorki haft tíma til að blogga né tækifæri til þess – ó, nei; hér er engu um að kenna nema helberri leti og ómennsku. Málið er ekki einu sinni að mér hafi ekkert dottið í hug til að blogga um, því í huganum hafa orðið til ýmis blogg, bæði um afskaplega gáfuleg og með eindæmum ógáfuleg efni. Ég hef jafnvel sest við tölvuna hvað eftir annað og lesið blogg margra annarra, en drifkrafturinn til að logga mig inn á viðeigandi stað og blogga sjálf hefur verið týndur. En nú er ég upprisin – a.m.k. í bili.

Já, meðan ég man: Landsmönnum öllum, til sjávar og sveita (og jafnvel líka þéttbýlislýð) óska ég árs og friðar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli