Ég er snillingur! – Það stóð allavega á tölvuskjánum þegar ég var búin að taka
vefpróf Eddu sem þykist mæla hvort maður er bókmenntaséní. Ágætis próf en samt óþarflega létt; ég bjóst allavega við álíka kvikindislegu prófi og því sem
prófar íslenskukunnáttuna, en þar fékk ég háðulega útkomu svo ekki sé meira sagt. En í þessu bókmenntaprófi gat ég 19 af 20 og átti reyndar líka að vita tuttugasta svarið, þótt ég asnaðist til að merkja við annað. Vonast eftir framhaldsprófi sem mætti að ósekju reyna aðeins meira á heilasellurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli