laugardagur, 8. mars 2003

Hefur kommentakerfið sjálfstæðan vilja? Var ekki fyrr búin að kvarta yfir vannýtingu þess en það fór í feluleik. Lagði á flótta, gufaði upp, var numið á brott af geimverum ... Eða eitthvað. Til þess mun þó hafa sést öðru hverju í dag, en í þessum skrifuðum orðum er það fullkomlega týnt. Er þetta til marks um að kerfið vilji bara vera til skrauts? Telji sig ekki ætlað til notkunar? Lýsir þetta skítlegu eðli þess? Eða einfaldlega brigðulleik nútímatækni? Æ, nei, það er svo einföld og leiðinleg skýring. Trúi ekki öðru en eitthvað flóknara liggi þarna að baki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli