miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Dauði og djöfull. Af hverju eru nælonsokkabuxur svona mikið drasl? Af hverju?! Eins og þetta er mikil ágætis uppfinning að ýmsu leyti – nælonsokkabuxur eru stórlega vanmetnar sem skjólflíkur. Ef þær gætu bara enst lengur en örfáa klukkutíma áður en grípa þarf til björgunaraðgerða með naglalakki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli