mánudagur, 29. mars 2004

Heilinn er búinn að snúast í milljón skrilljón hringi í dag. Slíkt atferli hlýtur – auk andleysisaukningar – að takmarka hreyfigetu líkamans sem er afar óheppilegt þar sem ég fer í magadans á eftir og er ekkert búin að æfa mig heima. Þetta hlýtur að enda illa. (Í fyrstu atrennu skrifaði ég „enda“ með tveimur n-um sem sannar mál mitt; ég er tvímælalaust að verða heiladauð.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli