föstudagur, 26. mars 2004

Nú styttist í að ársfundur Frjálsa, kristilega léttvínsklúbbsins hefjist. Það verður án efa merkileg samkoma. Að hluta hefur hún verið kvíðvænleg því að stjórn klúbbsins (þ.e. einvaldurinn) gerði það af skömmum sínum að skylda sérhvern meðlim til að mæta með drykkjukveðskap til flutnings fyrir hópinn. Krafan hefur valdið sálarkvölum, andvökum og skertri starfsorku, en áðan hafði ég það loksins af að hnoða einhverju saman. Vonandi verður ölvun orðin almenn þegar kemur að flutningi til að vísan nái að batna í réttu hlutfalli við innbyrt áfengismagn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli