mánudagur, 3. maí 2004

Í fréttum er þetta helst: Litlar líkur eru á breyttri bloggvirkni alveg á næstunni. Annars aldrei að vita hvað gerist – kannski allt eins líklegt að ég taki við mér undireins og ég lýsi þessu yfir. En það er meira en nóg að gera; t.d. er ég til viðbótar við reglulega magadansnámskeiðið að fara á annað nokkuð intensíft námskeið, þ.e. ef ég ræð við að vera með framhaldshópnum þar. Þá verð ég næstu tvær vikur í magadansi á mánudagskvöldum, þriðjudagskvöldum, miðvikudagskvöldum, tvöfalt á fimmtudagskvöldum og þrjá klukkutíma á laugardögum. Er þetta ekki bilun? Sérstaklega miðað við hvað er mikið að gera í vinnunni þessa dagana og hvað allt er óútreiknanlegt þar.

Sennilega verð ég dauð þegar yfir lýkur.

Mikið hlakka ég annars til að komast úr landi um hvítasunnuna. Tapaði mér líka alveg í ferðaplönum þegar ég var á annað borð byrjuð og pantaði mér líka flug fyrir sumarfríið mitt. Fyrsta alvöru sumarfríið síðan ég var 12 ára. Ætla að fara á gömlu „heimaslóðirnar“ mínar í Þýskalandi: vera viku í Leipzig (var Erasmus-skiptinemi þar 1999–2000) og aðra viku í Berlín. Síðustu vikuna í júlí og þá fyrstu í ágúst. Hlakka óendanlega til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli