þriðjudagur, 25. maí 2004

Pixies í kvöld. Mikið hlakka ég til.

Það er annars ótrúlega mikið um að vera um þessar mundir. Stíft prógramm af veislum, skemmtunum og alls konar tilhlökkunarefnum fram á haust!
  • Á föstudaginn var ég í tveimur útskriftarveislum.
  • Á sunnudaginn var ég í skírnarveislu.
  • Í kvöld fer ég á Pixies-tónleikana, sem fyrr segir.
  • Um næstu helgi fer ég til London.
  • Helgina á eftir er mér boðið í doktorsvarnarveislu.
  • Rúmri viku seinna kemur að 10 ára stúdentsafmæli frá MA. Það verða a.m.k. þriggja daga hátíðahöld.
  • Þá er rúmlega mánaðarhlé á dagskránni.
  • Svo fer ég til Leipzig og Berlínar í tvær vikur (og Kaupmannahafnar líka).
  • Og síðustu helgina í ágúst er mér boðið í brúðkaup.
Gaman, gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli