þriðjudagur, 22. júní 2004

Fótboltaprinsipp - 1. hluti.
(Og kannski síðasti hluti líka.)

Til skamms tíma horfði ég eingöngu á fótbolta þegar það var heimsmeistarakeppni. Fannst fínt að horfa bara á fjögurra ára fresti og sjá þá almennilegan fótbolta. Nú hef ég uppgötvað að Evrópukeppnin er ágæt líka.

Að jafnaði held ég með liðinu sem spilar skemmtilegri fótbolta hverju sinni. (Ég hélt t.d. með Frökkum á móti Englendingum en Króötum á móti Frökkum.)

Ég held gjarnan með minnimáttar og/eða smáþjóðum. Sérstaklega þeim sem spila skemmtilegan fótbolta.

Á HM hef ég tilhneigingu til að halda með óevrópskum liðum. Það virkar einhverra hluta vegna ekki á EM.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli