þriðjudagur, 24. ágúst 2004

Áður en bróðir minn nær að lesa það sem skrifað stendur hér fyrir neðan og móðgast yfir því að ég skuli hafa kallað hann þýskan túrista og látið að því liggja að hann hafi eyðilegt föstudagskvöldið fyrir mér, þá er kannski rétt að taka fram að stundum er nauðsynlegt að dramatísera daglega lífið dálítið. Og biturðin í garð bróðurgreysins ristir ekki djúpt. Sérstaklega fyrst hann var svo tillitssamur að gleyma hrefnukjötinu, sem hann ætlaði að elda þegar norður yrði komið. Nánar tiltekið: gleyma því í ísskápnum mínum. Af því tilefni gróf ég upp pistilinn hennar Nönnu um matreiðslu á hrefnu og held bráðum heim að þreyta frumraun mína í slíkri eldamennsku. Svo er bara að sjá hvernig gengur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli