miðvikudagur, 22. september 2004

Fer til Oslóar á morgun og verð fram á sunnudag. Hef einu sinni komið þangað áður en það var í blásarasveitarferðalagi þegar ég var tólf ára. Þá byrjuðum við í Osló og stoppuðum í tvo eða þrjá daga en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar þannig að þetta eru í raun framandi slóðir. Er búin að lesa mér svolítið til um borgina en ef einhverjir staðkunnugir lesa þetta yrðu góðar ábendingar vel þegnar.

Ætlaði að vera búin að blogga um göngurnar en tíminn hefur verið takmarkaður síðan ég kom til baka. Kannski kemst það í verk síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli