þriðjudagur, 5. október 2004

"Einstaklingar" eru nýju "aðilarnir". Skil ekki þennan flótta frá því að tala um "fólk" eða eitthvað álíka snyrtilegt. Einu sinni voru allir "aðilar". "Aðilunum" hefur blessunarlega fækkað en "einstaklingarnir" virðst komnir í tísku í staðinn.

Fólk er fífl. Eða ætti ég kannski að segja: "einstaklingar eru fífl"?

Þetta var geðvonskumálfarslöggublogg vikunnar. Lifið heil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli