mánudagur, 15. nóvember 2004

Þingskjöl eru til margra hluta nytsamleg. Ég þurfti að mæta í grímubúningi í partí á laugardagskvöldið og lengi vel vissi ég ekkert hvernig ég ætti að vera. Datt helst í hug að mæta í venjulegu fötunum mínum og segjast vera í gervi skjalalesara. En svo fékk ég hugmynd. Reif síðurnar úr fjárlagafrumvarpinu, heftaði og límdi - og föndraði sítt og mikið pils. Dísa frænka mín bjó á meðan til stórfín pappírsblóm (úr sama frumvarpi) sem ég festi á bolinn minn. Svo mætti ég í partíið sem þjóðarbúið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli