Ég þurfti nauðsynlega að prófa að gera sándtrakk við kvikmyndaævisögu mína með random-lagalista úr tölvunni eins og fleiri bloggarar. Þessi útgáfa er úr vinnutölvunni minni en harði diskurinn í henni eyðilagðist fyrir nokkru og ég er ekki búin að setja inn mikla músík aftur. Af listanum er því augljóst hvaða tónlist mér hefur þótt brýnast að hafa tiltæka síðustu vikurnar (Belle & Sebastian, Lisu Ekdahl og magadansmúsík). Athuga kannski seinna útkomuna úr tölvunni heima, þar er eitthvað fjölbreyttara úrval.
En allavega: svona lítur þessi útgáfa út:
Opening Credits: Madonna: Into the Groove. - Byrjar allavega hressilega.
Waking Up: Lisa Ekdahl: Skäl att vara motvalls. - Um stjórn á eigin lífi og mótþróa við því að vera strengjabrúða. Ágætlega viðeigandi í baráttunni við vekjaraklukkuna.
First Day at School: Fjörugt magadanslag sem ég veit ekki hvað heitir. En það er allavega mikið stuð.
Falling in Love: Lisa Ekdahl: Ur askan i elden. - Þetta hlýtur að fara illa.
Fight Song: Pan. - Magadanslag sem byrjar rólega og svo æsast leikar smám saman. Rifrildið endar greinilega með látum.
Breaking Up: Belle & Sebastian: A century of fakers. - Skemmtilega viðeigandi tilvitnun fyrir þennan lið: "And if you ever go lardy, or go lame / I will drop you straight away / That's the price you have to pay / For every stupid thing you say."
Getting Back Together: Belle & Sebastian: Stay loose. - Hah! Á greinilega ekki eftir að endast lengi.
Wedding: Belle & Sebastian: We are the sleepyheads. - Hmmm.
Birth of Child: Belle & Sebastian: You made me forget my dreams. - Ekki eins hugljúft og titillinn gefur til kynna; í textanum segir m.a. "the trouble starts today" og "there was blood on the sheets again". Sennilega frekar viðeigandi.
Final Battle: Belle & Sebastian: I could be dreaming. - Greinilega fjölskyldudrama sem endar með ósköpum! "A family's like a loaded gun / You point it in the wrong direction someone's going to get killed."
Death Scene: Belle & Sebastian: Heaven in the afternoon. - Fínt að fara til himna síðdegis. (Mikið raðast B&S-lögin annars snyrtilega saman.)
Funeral Song: Rammstein: Links 2 3 4. - Ég er nú ekki alveg viss um að mig langi í marseringar í útförinni minni. Virðist vera komin töluvert frá himnaríki - ætli mér hafi verið úthýst strax, eða kannski aldrei fengið inngöngu?
End Credits: Lisa Ekdahl: Tänk inte mera. - Nei, einmitt.
fimmtudagur, 9. nóvember 2006
miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Vissuð þið að samþykkt hafa verið lög sem virðast hafa Matrix-plakatið að fyrirmynd?
(Útgefna skjalið (pdf-ið) lítur reyndar eðlilegar út - en þetta vefskjal er semsagt ekki alveg af venjulegasta tagi.)
(Útgefna skjalið (pdf-ið) lítur reyndar eðlilegar út - en þetta vefskjal er semsagt ekki alveg af venjulegasta tagi.)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)