miðvikudagur, 7. febrúar 2007
þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Fornöfn eru ágæt en öllu má nú ofgera. Í bók sem ég er að lesa er textinn á köflum svo morandi í fornöfnum (aðallega pfn. en í bland eru nokkur afn. og efn.) að ætla mætti að þetta væri málfræðiæfing fyrir skólabörn. Hér er dæmi:
"Hann hjálpaði henni að flytja og hringdi í hana reglulega næstu vikur til að heyra í henni hljóðið. Kannski fannst henni hann vera að sinna sér eins og hann sinnti viðskiptavinum sínum en samt talaði hún við hann og reyndi að vera eins lífleg í rómnum og hún gat."
Getraun dagsins er: Hver er bókin?
"Hann hjálpaði henni að flytja og hringdi í hana reglulega næstu vikur til að heyra í henni hljóðið. Kannski fannst henni hann vera að sinna sér eins og hann sinnti viðskiptavinum sínum en samt talaði hún við hann og reyndi að vera eins lífleg í rómnum og hún gat."
Getraun dagsins er: Hver er bókin?
Síðan ég bloggaði síðast er ég m.a. búin að:
- fagna áramótum (gleðilegt ár!),
- fara til Strassborgar með viðkomu í Kaupmannahöfn og verða margs vísari um mannréttindadómstól Evrópu, Evrópuráðið, Norðurlandaráð og ýmislegt fleira,
- sitja stofnfund félags landeigenda á Íslandi sem "umboðsmaður landeigenda" Grænavatns (býsna virðulegur titill),
- eiga afmæli og halda upp á það - sem varð mér að vanda tilefni til að gleðjast óendanlega yfir því hvað ég á skemmtilega vini (það er svo gaman að fylla íbúðina af svona frábæru fólki),
- fara heilmikið í bíó og einu sinni í leikhús (tónlistin og hreyfingarnar í Bakkynjum voru algjört æði),
- taka punktatilboði Icelandair og panta mér flug til London um næstu helgi,
- komast nokkrum skrefum nær því að byrja á MA-ritgerð,
- já, og vinna töluvert, að sjálfsögðu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)