miðvikudagur, 23. maí 2007

Ég var eiginlega búin að gleyma að ég hefði einhvern tíma vaknað úr bloggdái. Er það ekki frekar undarleg kölkun?

Stundum langar mig að blogga um pólitík en ég er alltof samviskusamur þingstarfsmaður til að láta það eftir mér, auk þess sem það er ekki beinlínis skortur á leiðinlegu blaðri um pólitík í bloggheimum. Og ekki vil ég verða eins og einhver fjandans Moggabloggari.

Sá fátíði atburður skeði annars í nýliðnu blogghléi að ég fór í klippingu. Nú er ég mjög pæjuleg að eigin mati, a.m.k. um hausinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli