mánudagur, 25. júní 2007

Krabbaklær

Í gönguferð um daginn fann ég lítinn krabba í fjörunni sem ég tók með heim og setti á skrifborðið mitt. Síðan hef ég reynt að telja mér trú um að ef ég verði ekki mesti dugnaðarforkur að vinna lifni hann snarlega við, margfaldist að stærð og læsi í mig klónum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli