fimmtudagur, 13. mars 2008

Erna öfugsnúna?

Í morgun fór ég í vinnuna í grænu pilsi og með eitthvað svart sem trefil en kom áðan heim með svart sjal bundið um neðripartinn og með grænt fyrrverandi pils um hálsinn.

Lærdómur dagsins: Þegar fötin reynast í tætlum er gott að eiga stóra klúta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli