Hvað er eiginlega málið með nánustu ættingja mína og spurningakeppnir? Hvaða árátta er eiginlega í gangi þannig að þetta fólk getur ekki látið sér nægja að sitja heima hjá sér og spila Trivial eins og eðlilegar manneskjur?
Arna (sem er svo mikil náfrænka mín að hún er eiginlega miklu meira) er nýbúin að brillera í Gettu betur og var bara hársbreidd frá sigri í úrslitunum. Og rétt í þessu var Siggi bróðir minn í úrslitum í spurningakeppni fjölmiðlanna - og stóð sig með miklum ágætum þótt hitt liðið ynni samt.
Ætli það sé hægt að spá fyrir um gengi pabba í Útsvari út frá þessu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli