þriðjudagur, 22. apríl 2008

Skundi

Þegar gönguhópurinn minn var stofnaður tók drjúga stund að finna hentugt heiti en á endanum var kosið milli nafnanna Gangvirkið og Skundi. Valið var erfitt þangað til bókmenntanördinn gerði sér ljóst að valið stæði milli Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Enid Blyton. Sem betur fer höfðu aðrir í hópnum svipaðan smekk og einróma sátt náðist um Skunda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli