þriðjudagur, 28. maí 2002

Jæja, þá er komið að því að ég láti undan exhibisjónískum hvötum mínum (og áskorun Svanhildar) og fari að tjá mig á þessum vettvangi. Hef aldrei getað haldið venjulega dagbók - af ýmsum ástæðum. Til dæmis hef ég iðulega verið í vandræðum með innbyggða lesandann. Þ.e.a.s.: Venjuleg dagbók er bara fyrir mann sjálfan, er það ekki? Og þess vegna ætti maður að geta skrifað hvað sem er í hana? En hins vegar er engin leið að treysta því fullkomlega að slík dagbók sé óhult fyrir öðrum - til dæmis gæti maður lent í slysi og snöggdrepist! Þannig að maður skrifar ekki hvað sem er. Mikil sjálfsritskoðun! Mikil flækja!

Kannski leysir það vandann að halda svona hálfopinbera dagbók. Kannski.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli