föstudagur, 31. maí 2002

Missti enn og aftur af strætó í morgun. Úff! Var heldur ekki með ferskasta móti því seinnipartinn í gær var móttaka fyrir Söguþingsfólk með léttum veitingum (í réttri merkingu orðanna léttar veitingar) Síðan var haldið áfram uppi í Sögufélagshúsi um kvöldið. Þetta var ferlega gaman, enda fjölmargt skemmtilegt fólk á svæðinu.

Undirbúningur Söguþingsins virðist vera prýðilegur en sumir voru óheyrilega svekktir yfir að hafa ekki fengið taupoka. Það var einkum Stefán sem átaldi Sverri harðlega fyrir þessa yfirsjón. Báðir tveir eru annars afbragðs bloggarar en frá þeim hefur ekkert sést í dag, enda sennilega uppteknir á þinginu. Sverrir er frekar viðkvæmur fyrir því að það sé vísað á bloggsíðuna hans, og færðist undan að svara því hvort mér væri það heimilt. Þannig að það er ekki um annað að ræða en taka áhættuna hér og nú — bíð svo spennt eftir að sjá hvort Sverrir krefst lögbanns.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli