föstudagur, 7. júní 2002

Ó nei, ó nei, þetta er hræðilegt — það er búið að tilkynna mér að ég sé aumingjabloggari!!! Sem er reyndar alveg satt — en það er ekki mér að kenna! Fréttir af bloggandláti mínu eru stórlega ýktar — a.m.k. vona ég að upprisan sé væntanleg! Nú ætti að vera ráðin bót á nettengingarleysi mínu sem hefur staðið yfir í heila viku af þessum orsökum: 1) Innhringisambandið við Reiknistofnun HÍ hefur verið í klessu (þess vegna hef ég ekki bloggað að heiman). 2) Ég byrjaði í nýrri vinnu á mánudaginn en fékk ekki aðgang að tölvu fyrr en í dag. En þar sem ég ætla ekki að stunda stórfellt blogg í vinnunni er best að ég hætti þessu í bili. Nánari fréttir síðar.

P.S. Er aldrei búin að missa af strætó í þessari viku. Ótrúlegt en satt!

P.P.S. Farin norður í góða veðrið. Ligga ligga lá lá!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli