föstudagur, 28. júní 2002

Það er hárrétt leiðrétting hjá systur hans Svenna að frumlagsígildi og aukafrumlag er ekki það sama, en þá rangfærslu tuggði ég einmitt hráa upp eftir honum um daginn þegar ég ætlaði að sýna ógurlega snögg bloggviðbrögð. Hef ekkert mér til afsökunar. Stundum er maður einfaldlega heiladauður!

Hvað sem því líður eru allar þessar málfarsumræður síðustu daga einstaklega skemmtilegar, og það er án efa heilmikið til í því hjá SvanhildiDaglegt mál hafi fundið sér nýjan farveg. „Heimur versnandi fer“ er úrelt slagorð!
Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli