föstudagur, 28. júní 2002

Stefán heldur því fram að Norðlendingar kalli kvenkyns ketti bleyður og telur að Svanhildur ætti að endurskoða ljósvakalæðu-heitið með hliðsjón af því.
Merkilegt. Ég hef án efa varið mun stærri hluta af ævi minni norðan heiða en Stefán en aldrei heyrt talað um bleyður í þessari merkingu. Ætli þetta sé sambærilegt við „kók í bauk“? Því er iðulega haldið fram að Norðlendingar segi þetta en ég hef aldrei heyrt neinn það láta út fyrir sínar varir nema Reykvíkinga sem halda að þeir séu fyndnir!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli