þriðjudagur, 16. júlí 2002

Þá er komið að svörum dagsins!
— — —
Ármann reynir að sverja það af sér að hafa gert sig sekan um karllægt málfar og segir hina umtöluðu „þá“ hafa verið tilvísun í paranoiu og samsæriskenningar um að ævinlega séu einhverjir „þeir“ á bak við allt illt sem gerist. „Röksemdum“ hans má snúa upp í andhverfu sína, og benda á að orðfærið sé í samræmi við þá hefð og hugsunarvillu að líta svo á að ævinlega séu einhverjir „þeir“ á bak við allt sem gerist. Sem gefur ítrekað tilefni til femínískrar paranoiu!
— — —
Og Ása, ég var bara að vekja athygli móður minnar á vannýttum hæfileikum þínum. Ítreka hugmyndina um ekkifréttahorn á Akureyrarsíðunni!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli