miðvikudagur, 31. júlí 2002

Úff, það er óheyrilega langt liðið á daginn og ég er ekki enn farin að blogga. Ég var meira að segja bara rétt að lesa Múrinn, sem er venjulega eitt af fyrstu morgunverkunum. Segir kannski sitthvað um vinnudaginn. Alveg nóg að gera. Og ég sem ætlaði að blogga vel og rækilega um landafræði og málvenjur í tilefni af kattaslagnum (sennu Svanhildar og Viðars) — en það verður enn um sinn að bíða betri tíma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli