föstudagur, 12. júlí 2002

Nú er ég laus við Andrésar andar prófarkirnar, en þá eru komnar prjónauppskriftir á borðið mitt. Semsé, til að prófarkalesa. Hvenær ætli ég komist í skemmtilegu verkin sem bíða á borðinu hjá mér? T.d. próförk að þýðingu á Ambursjónaukanum (The Amber Spyglass) eftir Philip Pullman, annað bindið af Ameríkubréfunum, myndskreytta endursögn á Njálu fyrir börn, með heilmiklu aukaefni, o.fl. o.fl.? (Það er sko sitthvað spennandi að koma út í haust.)
— — —
Lifi bloggið! Maður uppgötvar sífellt fleira fólk í bloggheimum. Kristbjörn fyrrverandi bekkjarfélagi minn er til dæmis farinn að blogga, og ég er nýbúin að uppgötva að Hjörtur sem ég þekki úr íslenskunni hefur bloggað um allnokkurt skeið. Hann harmar það jafnmikið og við Ármann að þorrablót Mímis skuli hafa fengið skrípanafnið árshátíð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli